
Kynntu þér þinn nýja nuddara
Hjá Vero Chair trúum við því að þægindi á vinnustað skipti sköpum fyrir vellíðan og afköst. Snjalli skrifstofu nuddstóllinn okkar sameinar háþróaða nuddtækni og stílhreina hönnun sem styður við betri líkamsstöðu, dregur úr streitu og hjálpar þér að viðhalda einbeitingu og orku allan daginn.
Með sérsniðnu nuddi fyrir helstu vöðvahópa færðu daglega slökun – beint við skrifborðið.

Láttu vöðvabólguna hverfa með faglegu nuddi
Djúpvefja nuddrúllurnar líkja eftir handtökum faglærðs nuddara, hitta alla réttu staðina og losa um hvern einasta vöðvahnút. Aðeins tíu mínútur í stólnum og þú munt upplifa langþráða slökun

Hallaðu þér aftur, lyftu fótunum og slakaðu á
Nuddstóllinn með 135° halla er hin fullkomna leið til að slaka á og njóta nudds. Dragðu fótskemilinn út og hallaðu þér aftur fyrir hámarks þægindi. En ekki kenna okkur um ef þú sofnar í vinnunni!

Aðlagðu nuddið að þínum þörfum með einni snertingu
Stjórnaðu nuddinu auðveldlega úr armpúðanum og losaðu um spennu í hálsi, baki og mjóbaki. Upplifðu tafarlausann létti frá verkjum svo þú getir einbeitt þér að verkefnum sem bíða þín

Endurnærðu þreytta fætur með krafti titrings
Dofna fætur þínir eftir langa setu? Titringur í sætinu örvar blóðflæði, dregur úr dofa og heldur fótunum vakandi svo þú getir setið lengur án óþæginda

Fóðruð bakhlið fyrir aukin þægindi
Taktu bakhliðina af fyrir djúpvefjanudd og settu hana auðveldlega aftur á með rennilás ef þú þarft ekki nudd
kaupa-
Bætir líkamsstöðu
-
Fjölbreytt úrval af nuddstillingum
-
Innbyggt LCD stjórborð
-
Þriggja tíma samfellt nudd á einni fullri hleðslu
-
Hágæða vegan leður
-
Fullkominn fyrir hvaða vinnustað sem er



