Skilmálar
Við kaup á vöru er kaupandi að samþykkja alla skilmála hér fyrir neðan.
Fyrirvari
Allar upplýsingar á verochair.is (birgðastaða, verð o.fl.) eru birtar með fyrirvara um villur. VeroChair áskilur sér réttinn að hafna pöntunum eða breyta afhendingartíma ef nauðsyn krefur.
Gagnavistun
VeroChair mun geyma öll gögn sem kaupandi hakar í við kaup á vöru/m. VeroChair mun ekki deila þessum gögnum til þriðja aðila í samræmi við persónuverndarlög.
Afhending vöru
Öllum pöntunum er dreift af Póstinum. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vöru frá Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins. Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða allar pantanir næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Birt verð
VeroChair áskilur sér réttinn á verðbreytingum innan netverslunar án sérstaks fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti
Greiðslumátar
Við tökum við greiðslum frá öllum helstu greiðslukortum. Einnig bjóðum við upp á greiðslu með Netgíró, þar sem hægt er að dreifa greiðslum eða fá reikning sendan. Athugið að sending fer ekki af stað fyrr en fullnaðargreiðsla hefur borist til VeroChair.is.
Skattar og gjöld
Öll verð í vefversluninni innihalda virðisaukaskatt og reikningar sömuleiðis.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er birtur við pöntun vöru og fer eftir afhendingarmáta sem kaupandi velur.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Notkun á persónuupplýsingum
Tölvupóstar og fleira þess háttar úr kerfum okkar kunna að nota persónuupplýsingar á borð við búsetu, aldur, netfang eða viðskiptasögu (þessi listi er ekki tæmandi), til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima póstlistans okkar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir VeroChair póstlistans geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun slíkra upplýsinga.
Ábyrgðarskilmálar
Vörur sem tveggja ára ábyrgðarskilmálar ná yfir
Tveggja ára ábyrgð nær til allra vara VeroChair og er keypt beint frá VeroChair.is.
Til hverra nær ábyrgðin
Ábyrgðin nær eingöngu til upprunalega kaupandans eða, ef um gjöf er að ræða, upprunalega viðtakandans. „Upprunalegi kaupandinn" í þessum skilmálum er sá sem fyrstur keypti farangurinn frá VeroChair. „Upprunalegi viðtakandinn" er sá sem fyrstur fékk vöruna sem gjöf frá upprunalega kaupandanum. Allar ábyrgðir VeroChair, þar á meðal allar óbeinar ábyrgðir, gilda eingöngu þann tíma sem varan er í eigu upprunalega kaupandans eða viðtakandans. AFRIT AF KAUPKVITTUN ER NAUÐSYNLEGT TIL AÐ STAÐFESTA GILDI ÁBYRGÐARINNAR.
Ábyrgðir VeroChair eru ekki framseljanlegar og gilda ekki ef varan er notuð í atvinnuskyni eða til útleigu.
Til hvaða galla nær ábyrgðin yfir
ÞESSI ÁBYRGÐ NÆR YFIR EFTIRFARANDI GALLA:
• Framleiðsugalla.
ÞESSI ÁBYRGÐ NÆR EKKI YFIR EFTIRFARANDI:
• „Útlitslýti" eins og rispur, blettir, litabreytingar, eðlilegt slit, tæknilega úreldingu eða aðrar breytingar á útliti sem hafa ekki áhrif á virkni stólsins.
• Skipti á heilum stól og aðeins einn hluti er gallaður. Aðeins verður skipt út fyrir þann hluta sem er gallaður.
• Vara seld „eins og er", „endurnýjaður", „notaður", „til baka skilaður" eða með öðrum svipuðum lýsingum sem gefa til kynna að varan sé ekki ný eða fyrsta flokks.
Skyldur þínar
Ef galli kemur upp og þú vilt nýta þessa ábyrgð, verður þú að skila vörunni til VeroChiar og leggja fram sönnun fyrir upprunalegum kaupdegi. Ef sendingarkostnaður er nauðsynlegur til að skila farangrinum, berð þú ekki ábyrgð á þeim kostnaði. Sönnunargögn um galla og allar kröfur skulu sendar á netfangið sem gefið er upp í lok þessara ábyrgðarskilmála.
VeroChair mun gera við eða skipta út vöru (eftir því sem við á) og senda hann aftur til þín innan 60 daga frá móttöku upprunalega vöru. Þú munt ekki bera ábyrgð á neinum sendingarkostnaði.
Ágreiningur
Komi upp ágreiningur milli seljanda og viðskiptavinar getur viðskiptavinur leitað til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Nefndin starfar á grundvelli laga nr. 81/2019 og er sjálfstæð og óháð opinber úrskurðarnefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga um kaup á vöru og þjónustu (www.kvth.is).
Varnarþing
Um samning þennan gilda íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 46/0000, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, sem og ákvæði laga um neytendasamninga, nr. 16/2016.
Þú getur haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á info@verochair.is.

